Árstíðir

Árstíðirnar fjórar setja mark sitt á Norðurland og allt lífríkið; gróður, dýr og menn, allt lagar þetta sig að árstíðunum. Náttúran birtist því ferðamanninum með margbreytilegum hætti frá einum tíma til annars.

Sumarið hefur alltaf verið tími ferðalaga á Íslandi. Þá eru líkur bestar á góðu veðri, flestir fjallvegir hafa opnað síðla í júní og þeir sem hyggja á ferðalög innanlands taka sér því flestir sín frí á þessum tíma. Yfir sumarmánuðina er því iðandi mannlíf á norðausturlandi og margt um að vera. Á þessum síðum viljum við hins vegar vekja athygli á því að hinar árstíðirnar þrjár hafa einnig upp á margt að bjóða.