Viðburðir á Norðausturlandi

Á Norðausturlandi má finna fjölbreytt og kröftugt menningarlíf sem byggist að miklu leyti á samvinnu og þátttöku heimamanna. Öflugt menningarlíf stuðlar að jákvæðri ímynd og tryggir gott mannlíf.

Árlega fara fram bæjarhátíðir, tónlistarviðburðir, leiksýningar, gönguferðir og menningarviðburðir af ýmsum toga.

Það er illgerlegt að halda utan um alla þá viðburði sem í boði eru hverju sinni, en með því að smella á valkostina í veftrénu færðu nánari upplýsingar um þá viðburði sem þar er að finna.

Auk viðburðanna er vert að minna á fjölbreytta flóru safna og sýninga.