Kátir dagar

Í Langanesbyggð er árlega boðið upp á heilmikla fjölskylduhátíð sem nefnist  Kátir dagar.

Hátíðin stendur í nokkra daga með fjölbreyttri dagskrá og mikilli gleði og fjöri. Má þar nefna markað, tónlistarviðburði og aðrar uppákomur, gönguferðir, sýningar og margt fleira.

Dagskrá Kátra daga verður kynnt þegar hún liggur fyrir á vefsíðu Langanesbyggðar.