Mærudagar

Bæjarhátíðin Mærudagar hefur verið árlegur viðburður á Húsavík síðan 1994 og hefur þróast og vaxið með ári hverju. Strax á fyrstu árum varð hafnarstéttin meginvetvangur þeirra atburða sem boðið var upp á, og helsti samkomustaður fólks, en ýmislegt er þó í boði um allan bæ. Síðustu ár hefur Húsavík verið skipt upp í þrjú hverfi á Mærudögum sem auðkennd eru með mismunandi litum. Þá er suðurbærinn ”bleika hverfið”, miðbærinn er “græna hverfið” og norðurbærinn er “appelsínugula hverfið”. Mærudagarnir eru jafnan haldnir í síðari hluta júlímánaðar.

Dagskrá mærudaga verður kynnt þegar hún liggur fyrir á www.visithusavik.is