Mývatn Open

Mývatn Open – Hestar á ís!
Hið árlega hestamót Mývatn Open-Hestar á ís er haldið í marsmánuði við Sel-Hótel Mývatn.

Á föstudegi er boðið uppá reiðtúr út á vatnið í umsjón hestamannafélagsins Þjálfa. Úti í eyju verður boðið upp á heitt kakó og samlokur. Öllum er frjálst að taka þátt að kostnaðarlausu. Reiðtúrinn hefst klukkan 15:00 og er áætlaður um 2 tímar.

Á laugardegi hefst mótið klukkan 10:30 með tölti-B. Eftir mót er hestamannahóf og kaffihlaðborð á Sel-Hótel Mývatni.

Drög að dagskrá – Föstudagur
15:00 – 18.00 Reiðtúr á Mývatni – Allir velkomnir
Drög að dagskrá – Laugardagur
10:00 Tölt B (Engin aldurstakmörk)
13:00 Tölt A
Stóðhestakeppni
Skeið
Verðlaunaafhending og kaffihlaðborð á Sel-Hótel Mývatn.
Kvöldskemmtun
19:30 Húsið opnar fyrir stemmingu kvöldsins,
Videosýning frá afrekum dagsins á breiðtjaldi
20:30 Hestamannahóf hefst – öllum opið.
23:30 Kráarstemning og lifandi tónlist fram á nótt

Nánari upplýsingar á Sel-Hótel Mývatn og er dagskrá birt með fyrirvara um breytingar.