Mývatnssveit, töfraland jólanna

Sem kunnugt er búa jólasveinarnir í Dimmuborgum. Undanfarin ár hafa þeir orðið mun sýnilegri og mannblendnari en áður var og átt í vaxandi samskiptum við Mývetninga og gesti þeirra. Það er nú orðinn árviss viðburður að Jólasveinarnir bjóða gestum heim í Dimmuborgir seinni partinn í Nóvember og ferðaþjónustuaðilar í Mývatnssveit taka höndum saman og bjóða upp á fjölbreytta dagskrá um aðventuna í Mývatnssveit, töfralandi jólanna.

Aðventudagskrána í Mývatnssveit má nálgast á vefnum visitmyvatn.is