Sléttugangan

Ferðafélagið Norðurslóð stendur fyrir Sléttugöngunni sem haldin er árlega um miðjan ágúst mánuð. Gengið verður frá Raufarhöfn í Blikalónsdal og norður eftir dalnum út í Blikalón. (Hugsanlegt er að gengið verði hina leiðina, þ.e. byrjað við Blikalón ef veður gefur tilefni til.)

Fjölbreytt og skemmtileg gönguleið en nokkuð löng, um 27 km ganga.  Farið frá Hótel Norðurljósum á Raufarhöfn kl. 9:00.
Að göngu lokinni verður fólk sótt að Blikalóni og ekið aftur til Raufarhafnar, farið í sund og gufu og að lokum í kvöldverð á Hótel Norðurljósum.
Þátttökugjald er 3.500 fyrir félagsmenn Norðurslóðar, en 4.500 fyrir aðra.
Innifalið: Leiðsögn, göngukort, akstur, sund, gufa og matur.

Ekki er nauðsynlegt að skrá sig í gönguna, þátttökugjald er greitt við upphaf göngu.
Enginn posi.

Athugið að akstur með hunda er ekki í boði.

Nánari upplýsingar í síma 892-8202.
Ferðafélagið Norðurslóð