Matur og drykkur

Njóttu þingeyskra afurða í sínu rétta umhverfi

Það fer ekki hjá því að þeir gestir sem hingað koma fái bragð af þeim fjársjóði sem Þingeyska matarbúrið er. Áhugi gesta og stolt heimamanna hafa stuðlað að því að bændur og veitingastaðir á svæðinu hafa í auknum mæli reynt að bjóða ferðamönnum upp á vandaða heimaunna vöru. Um leið er reynt að miðla gestum af þeim hefðum sem tengjast þessu góðmeti, bæði við framleiðsluferlið og matarborðið. Í ferðamannafjósinu í Vogum í Mývatnssveit er gestum t.d. boðið að fylgjast með mjöltum um leið og þeir gæða sér á heimaunnum afurðum.