Norðausturland

Norðausturland er svæðið frá Vaðlaheiði í vestri til Bakkafjarðar í austri, frá Vatnajökli til sjávar. Á þessu mikla landsvæði er fjöldi staða sem vert er að skoða og fá eða engin héruð landsins státa af jafnmörgum náttúruperlum. Íbúar á Norðausturlandi bjóða ferðamenn velkomna og vilja leggja sitt af mörkum til að ferðin um héraðið megi verða sem ánægjulegust og eftirminnilegust í alla staði.