Samgöngur

Flug

Flugfélagið Ernir býður uppá áætlunarflug milli Reykjavíkur og Húsavíkur sex daga vikunnar, allan ársins hring. Sjá nánar á www.ernir.is
Flugfélag Íslands býður upp á tíðar flugferðir frá Reykjavík til Akureyrar og einnig er flogið til Þórshafnar. Miðapantanir og upplýsingar er að finna á vef Flugfélagsins, www.flugfelag.is.

Áætlunarferðir

Strætó sér um áætlunarferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar, áfram til Húsavíkur og þaðan austur til Þórshafnar. Einnig upp á áætlun frá Akureyri og austur á firði með viðkomu í Mývatnssveit.
Á sumrin býður SBA einnig reglulegar ferðir milli nokkurra fjölsóttustu ferðamannastaða á svæðinu.
Nokkur fyrirtæki bjóða upp á ferðir og leiðsögn um svæðið og að fjölmörgum náttúruperlum þess.
Sjá tengla neðst á síðu.

Vegir

Vegir liggja úr ýmsum áttum til Norðausturlands. Um Norðurland í gegnum Akureyri austur í Þingeyjarsýslu. Frá Austurlandi liggja vegir um Vopnafjörð til Bakkafjarðar og áfram meðfram ströndinni, og einnig um þjóðveg 1 um Möðrudals- og Mývatnsöræfi. Nokkrar hálendisleiðir eru einnig færar jeppum yfir sumartímann.

Norðausturland er víðfeðmt og fjölbreytilegt svæði þar sem vegir eru af ýmsum gerðum, allt frá nýuppbyggðum vegum með bundnu slitlagi til gamalla einbreiðra malarvega. Flestir aðalvegir eru með bundnu slitlagi og stefnt að endurbótum á þeim sem eru það ekki.
Nú er kominn nýr vegur um Hófaskarðsleið á Melrakkasléttu sem leysir Öxarfjarðarheiði af hólmi. Með tilkomu hans er komið bundið slitlag á vegi til Raufarhafnar og Þórshafnar og ferðatími styttist til muna. Þessi leið býður einnig upp á mjög skemmtilega hringleið um Melrakkasléttu.
Haustið 2010 lauk fyrri áfanga nýs Dettifossvegar og er nú bundið slitlag frá frá þjóðvegi 1 og niður að Dettifossi. Ennþá er malarvegur frá Dettifossi í Kelduhverfi þar sem gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs er. Vonir standa þó til að þessum hluta verði vel við haldið þar til nýr vegur kemur, sem vonandi verður hið fyrsta, því fullgerður Dettifossvegur mun gjörbreyta aðgengi að perlum Jökulsárglúfra í Vatnajökulsþjóðgarði og tengja betur saman vinsæla áfangastaði.

Vegalengdir til þéttbýliskjarna á Norðausturlandi

Sjá upplýsingar um vegalengdir milli staða á vef Vegagerðarinnar

Upplýsingar um ástand vega

Áður en lagt er af stað í ferðalög er gott að leita sér upplýsinga um ástand vega og má í því sambandi benda á vef Vegagerðarinnar, www.vegagerdin.is, þar sem hægt er að finna aðgengilegar og hagnýtar upplýsingar um vegakerfi landsins. Upplýsingar eru einnig veittar í þjónustusíma Vegagerðarinnar 1777. Þetta er sérstaklega mikilvægt haust, vetur og vor þegar færð, veður og opnunartími ýmissa vega (t.d. heiðar og hálendi) geta hæglega haft áhrif á ferðaáætlun og aðgengi að svæðum og stöðum.

Hagnýtir tenglar

Upplýsingar um akstur og umferð á vef Ferðamálastofu
Upplýsingar um færð á vegum á Norðausturlandi á vef Vegagerðarinnar
Vefur Flugfélags Íslands
Vefur TREX
Vefur SBA
Fjallasýn Rúnars Óskarssonar
Vefur Strætó
Safetravel